Við létum loks verða af því sem talað hafði verið um í nokkurn tíma og ákváðum að sigrast á fallega líparít-tindinum sem liggur milli Skálafells og Esju og tilheyrir hinum svokölluðu Móskarðshnjúkum. Pabbinn hefður áður farið upp, austanmegin, en nú var farið upp vestanmegin og verður að segjast að sú ganga er töluvert skemmtilegri.
Ég skelli upp örfáum myndum núna og set svo almennilega myndasýningu fljótlega.

Þorsteinn gæðir sér á hressingu. Tindurinn í baksýn.

Gengið upp troðning á miðhnjúknum.

Horft niður eftir Norðurárdal úr skarðinu milli tveggja austustu tindana.