Jun 18, 2008

Hjólatúr

Feðgarnir eru loksins allir komnir á hjól og getum því sameinað samveru, útivist, hreifingu og ýmislegt fleira í einum og sama gjörningnum. Um daginn hjóluðum við frá mömmunni og heim í Stangarholtið, en núna fórum við í almennilegan túr. Við byrjuðum á því að fara niður í Hljómskálagarð, þar sem klifurgrindin fékk að finna aðeins fyrir því - en ekki of lengi því að við vorum á massívu tímaplani. Frá Hljómskálagarði fórum við upp að Háskóla og niður Suðurgötuna í áttina að Skerjafirði. Þar settumst við á bekk og borðuðum nesti og héldum svo áfram í átt að Nauthólsvík. Í Nauthólsvík var farið að hvessa og heyrðist kvart úr horni. Þá var mannskapnum skipað að setja í hærri gír og bruna í skjól trjánna í Fossvogskirkjugarði.

Þegar þangað var komið stigum við af fákunum og röltum okkur í rólegheitum meðfram legsteinunum upp eftir öskjuhlíðinni. Nú fór að styttast í lok túrsins og þegar við vorum við það að koma heim stundi ónefndur sonur upp úr sér að núna væri hann til í að snúa við og fara heim... þá höfðum við hjólað í einn og hálfan tíma og lagt að baki rúmlega tíu kílómetra. :)

Þegar heim var komið fengum við okkur kjúklingasúpu - eina vitið!

5 comments:

Þórdís said...

Vá, DUGLEGIR. Náði að rifja upp google accountið mitt, þú getur líka haft þetta stillt þannig að allir geti kommentað, ekki bara þeir sem hafa google account :)

Þið tollið greinilega í bloggtískunni...

Silja said...

Til hamingju með bloggið. Stefnum á hjóltúr saman hið fyrsta. Það er eina vitið.

Þór Steinarsson said...

Já, vorum að spá í að hjóla upp á Akranes! Eruð þið með?

Silja said...

Sko mér var frekar illt í rassinum eftir að hafa hjólað í Öskjuhlíð þannig að ég treysti mér ekki til að hugsa til þess hvernig mér liði í rassinum ef ég hjólaði upp á Akranes.

Unknown said...

Duglegir strákar, fín síða.
Eg ætla ekki að fá mér hjól !!
Kv. frá Narvík