Jul 30, 2008

Þjórsárdalur

Við komum fyrir nokkrum dögum úr ljómandi góðri ferð austan úr Þjórsárdal. Við stoppuðum eitt andartak á Flúðum þar sem Bylgjuhraðlestin hafði hertekið svæðið með tilheyrandi hávaða- og sjónmengun... þannig að við hröðuðum okkur út í óbyggðirnar - ekki síst að ósk strákana - sem leið lá inn eftir Þjórsárdal. Áður en við komum okkur fyrir á Tjaldstæðinu í Sandártungu skoðuðum við þjóðveldisbæinn við Búrfellsvirkjun og fórum í sund í Reykholtslaug. Sandártunga er sæmilegasta tjaldsvæði og hefur sér helst til ágætis að þar við rennur Sandá, fallegur og leikjavænn vatnsstraumur, sem við gerðum að okkar megin viðverustað í útivistinni.




Veðrið var einstaklega gott þangað til á sunnudeginum að fór að rigna... enda komum við okkur heim hið snarasta eftir að hafa mátt þola fimbulkulda á næturnar. Ekki mátti maður við því að geta ekki komið í sig il yfir daginn. Ég hef aldrei komið þarna áður en hef sannarlega hug á því að rannsaka betur svæðið þegar tækifæri gefst...

Gamalt og gott

Jul 6, 2008

Sveit - brúðkaup

Eftir langar fjarvistir fórum við feðgar í sveitina um helgina. Móðurbróðir þeirra var að gifta sig og við skelltum okkur í sumarbústað ömmunnar og afans rétt hjá sveitakirkjunni og héldum þar til. Brúðkaupið fór vel og prúðlega fram og allir komust klakklaust til síns heima - misseint þó.

Lagt af stað í sveitina

Hundurinn Birta er ofsalega mikið krútt


Andi ástar og samlyndis sveif yfir vötnum.