Aug 1, 2008

Móskarðshnjúkar

Við létum loks verða af því sem talað hafði verið um í nokkurn tíma og ákváðum að sigrast á fallega líparít-tindinum sem liggur milli Skálafells og Esju og tilheyrir hinum svokölluðu Móskarðshnjúkum. Pabbinn hefður áður farið upp, austanmegin, en nú var farið upp vestanmegin og verður að segjast að sú ganga er töluvert skemmtilegri.

Ég skelli upp örfáum myndum núna og set svo almennilega myndasýningu fljótlega.

Þorsteinn gæðir sér á hressingu. Tindurinn í baksýn.


Gengið upp troðning á miðhnjúknum.

Horft niður eftir Norðurárdal úr skarðinu milli tveggja austustu tindana.

4 comments:

Anonymous said...

Frábærar myndir, það er ekki laust við að ömmunni finnist þetta vera flottir fjallastrákar, líka sá elsti. Svona eiga feðgar að vera.

Þórdís said...

Flottir!

Þór Steinarsson said...

Fyrir hönd okkar feðga þakka ég kærlega fyrir.

Anonymous said...

Sælir frændur mínir! Núna er Olga amma að kenna mér að skrifa til ykkar. Flott bloggsíða og til hamingju með hana!


Kveðja Nanna frænka , skrifa ykkur meira síðar!